Tíðarandi stjórnmálanna

Fylgistu með stjórnmálum? 

Veistu hvar umræðan fer fram?

Tekur það of langan tíma að velkjast á milli vefsíða til þess að athuga hvort nýjar færslur séu komnar inn?

Hafirðu svarað einhverri af ofangreindri spurningu játandi, þá er Tíðarandinn fyrir þig.

Á Tíðarandanum er safnað saman á einn aðgengilegan stað stjórnmálaumræðunni eins og hún gerist best á Íslandi. Efnið er flokkað eftir uppruna sínum og raðað þar innan í öfuga tímaröð, það nýjasta ávallt efst. Með einföldum hætti geturðu fylgst með skrifum virkustu stjórnmálabloggara landsins.

Virkustu þingmennirnir á blogginu þeir Björn Bjarnason og Össur Skarphéðinsson auk Einars K., Ögmundar, Ágústs Ólafs, Magnúsar Þórs, Sigurjóns Þórðar og Katrínar Júl.

Virkustu bæjarstjórnamennirnir, þau Björn Ingi Hrafnsson og Árni Þór Sigurðsson auk fjölda annarra. Guðríður Arnardóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Björk Vilhelmsdóttir svo fáeinir séu nefndir.

Virkustu frambjóðendurnir, þau Guðmundur Steingríms, Eygló Harðar, Dofri Hermanns, Bjarni Harðar, Guðfríður Lilja, Lára Stefánsdóttir og margir fleiri.

Virkustu fjölmiðlamennirnir, þeir Pétur Gunnars, Steingrímur Ólafs, Sigmar Guðmunds, Páll Vilhjálms, Jón Axel, -sme, Andrés Magnússon og fleiri.

Og síðast en ekki síst, virkir áhugamenn sem halda úti stjórnmálabloggi. Hér gætir ýmissa grasa, einstaklingar sem virkir eru innan stjórnmálahreyfinga eða utan, sem vakið hafa athygli fyrir beinskeittan málflutning og aðrir þeir sem koma að stjórnmálaumræðunni. Sóley Tómasdóttir, Stefán Fr.,  Magnús Helgi, Stefán "moggabloggsblótari" Pálsson, Borgar Þór Einarsson, Sigurlín M. Sigurðardóttir, Kolbeinn Ó. Proppé og margir margir fleiri.

Áhugamannahópurinn er tvímælalaust virkasti blogghópurinn, og ekkert bendir til þess að það fari að hægja á honum því nær sem dregur kosningum.

Skelltu þér yfir og sjáðu Tíðaranda stjórnmálanna krauma í hverju horni.

Umsjónarmenn Tíðarandans. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband